Húnavaka, fjölskyldu- og menningarhátíð Blönduósinga hefst í dag og stendur yfir helgina. Á Húnavöku er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í dag verður m.a. hægt að fara á bókamarkað í Héraðsbókasafninu, diskósund í sundlauginni, skemmtidagskrá í Félagsheimilinu og “Veistu hvar ég var” 80´s ball með Sigga Hlö í Félagsheimilinu.
Á laugardag verður Flugklúbbur Blönduóss með útsýnisflug, Heimilisiðnaðarsafnið verður opið, keppt í Míkróhúninum söngkeppni barna og unglinga, Blönduhlaup USAH, knattspyrnuleikur (Hvöt – Höttur), fjölskylduskemmtun á Bæjartorginu með Björgvini Frans og félögum úr Stundinni okkar, kvöldvaka í Fagrahvammi, stórdansleikur með Ingó Veðurguði ásamt Björgvini Halldórssyni í íþróttahúsinu og Bjartmar Guðlaugsson með tónleika í Félagsheimilinu, o.fl.
Á sunnudeginum fer fram Opna Gámaþjónustumótið í golfi, Heimilisiðnaðarsafnið verður opið og spurningakeppni barna í Hafíssetrinu.
Skoða má dagskránna hér.