Úrslit almennrar atkvæðagreiðslu í Húnaþingi vestra um sameiningu Bæjarhrepps og
Húnaþings vestra sem fram fór þann 3. desember sl. eru eftirfarandi:
Kjósendur á kjörskrá voru alls 823
Atkvæði greiddu alls 323 eða 39,25%
Já sögðu: 271 eða 83,9%
Nei sögðu: 50 eða 15,4%
Auðir og ógildir voru 2 eða 0.7%
Það er von sveitarstjórnar Húnaþings vestra að sameining sveitarfélaganna verði til heilla fyrir alla íbúa hins sameinaða sveitarfélags. Sveitarstjórn Húnaþings vestra væntir þess einnig að sameiningin muni styrkja innviði samfélagsins svo og stjórnsýslu og rekstur hins sameinaða sveitarfélags.