Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur fengið upplýsingar um að hugsanlega væru aðilar tilbúnir til að koma starfsemi af stað í Mjölhúsinu á Siglufirði en eigendur hússins hafa óskað eftir að fá að rífa það niður. Ljóst er að veðurfar í miðbæ Siglufjarðar muni breytast  verði húsið rifið, en það er gríðarstórt. Eigendur hússins hafa fallist á að kanna málið til hlítar og fá niðurstöðu fyrir fund bæjarráðs Fjallabyggðar í lok maí. Málið verður unnið í samráði við þann aðila sem tekið hafði að sér að rífa húsnæðið í umboði eigenda. Nokkrir bæjarfulltrúar  vilja láta málið fara í grenndarkynningu áður en niðurrif verður leyft.

Siglufjörður