Þriðjudaginn 11. október er hreystidagur í Grunnskólum Fjallabyggðar.  Á yngra stiginu verður kennt samkvæmt stundatöflu fyrstu tvo tímana. Nemendur í yngri deildinni á Siglufirði koma til Ólafsfjarðar um tíu og taka þátt í ýmsum uppákomum eins og Norræna skólahlaupinu, Tarzanleik í íþróttahúsinu og sundi. Unglingadeildin tekur þátt í Norræna skólahlaupinu og hefst hlaupið hjá þeim klukkan 13:00.  Mælt er með því að nemendur klæði sig eftir veðri.