Knattspyrnuvefurinn Soccernet ESPN hefur valið hrekk leikmanna knattspyrnuliðs Þórs frá Akureyri sem myndband ársins. Myndbandið var tekið upp í æfingarferð liðsins til Portúgals fyrr á þessu ári en þar er leikmaður liðsins, Kristján Steinn Magnússon er hrekktur á óborganlega hátt. Leikmenn liðsins prufa að gera magaæfingar um leið og treyju er svipt frá andliti þeirra. Halda þeir því fram að ekki sé hægt að reisa sig upp þegar sólarljósið skellur á þeim svo snögglega.

Að lokum fær Kristján Steinn að spreyta sig á þessu en hans beið óvæntur glaðningur þegar treyjunni var svipt frá andliti hans. Soccernet segir galdurinn á bakvið hrekkinn vera þann langa aðdraganda sem er að baki honum.