Tveir alsaklausir hrekkjalómar á Siglufirði vildu vekja upp góðan vin sinn með næturhrekk. Hugmyndin þeirra átti að hafa komið frá þriðja vininum en það voru þó aðeins tveir í þessari framkvæmd.

Hugmyndin var að vekja Guðmund Gauta upp á Háveginum með háværum fuglahljóðum úr hátalara sem komið var fyrir nálægt glugga, á meðan vinirnir földu sig bakvið hús og áttu erfitt með að hætta að hlægja.

Rakarinn Hrólfur segist auðvitað alsaklaus af þessum hrekki á sínum besta vini, en dæmi hver fyrir sig.

Þetta er eitt af því skemmtilegra sem maður hefur séð frá smiðju Hrólfs.

Nú er að sjá hverju Guðmundur Gauti svarar. Svona hrekk þarf nefninlega að svara.