Hreinsunarstörf hófust í Fjallabyggð í gær. Ljóst er að einhverja daga tekur að opna Siglufjarðarveg og gera við þá vegi á Siglufirði sem fóru í sundur. Nokkur fyrirtæki stóðu í ströngu við þrif og hreinsun í gær. Meðal annars flæddi inn á Hótel Siglunesi og Félagsmiðstöðinni Neon sem hafði nýverið gert leigusamning við húsnæði Billans í Lækjargötu. Þar voru gólfefni illa farin. Þá flæddi inn á Alþýðuhúsið. Mikill kraftur er í fólki við viðgerðir og tiltektir.
Að sögn eigenda Hótels Siglunes í Lækjargötu þá varð talsvert tjón þar, en frábært starfsfólk auk fjölda aðstoðarfólks hjálpaði til svo hægt væri að taka áfram á móti gestum.
Björn Valdimarsson tók þessar myndir og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.