Hreinsunarátak í Fjallabyggð heldur áfram og var Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra á ferð á Siglufirði og Ólafsfirði í dag. Undanfarið hafa eigendur járnarusls, bílhræja og annarra hluta verið hvattir til þess að koma þeim á sorpsvæði eða vera í sambandi við Fjallabyggð varðandi förgun og úrvinnslu.
Í dag fóru Fjallabyggð og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra um sveitarfélagið og merkja járnarusl, bílhræ og fleira sem stendur á lóðum og utan lóða. Eigendur eru beðnir um að fjarlægja alla hluti innan tímamarka. Að öðrum kosti mun Fjallabyggð fjarlægja þá á kostnað eiganda.
Mikið óþarfa rusl er á opnum svæði í báðum þéttbýliskjörnum Fjallabyggðar og eru íbúar beðnir um að líta sér nær og losa á sorpsvæði því sem á heima þar.
Hreinsunarátakið Fegrum Fjallabyggð mun halda áfram næstu vikurnar.