Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hraun í Fljótum. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 25. apríl 2023 og er unnin af teiknistofunni Kollgátu ehf. fyrir hönd landeigenda. Skipulagssvæðið er 48 ha að stærð og afmarkast af Siglufjarðarvegi og landnotkunarreitum AF-19, VÞ-09 og VÞ-10 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2022-2035. Aðkoma að svæðinu er frá Siglufjarðarvegi.

Markmið deiliskipulagsins er að gera landeiganda kleift að hefja uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu með byggingu mannvirkja sem styðja slíkan rekstur. Viðfangsefni tillögunnar eru meðal annars skilgreining á tíu lóðum, aðkomu að þeim og byggingarskilmálar.

Skipulagstillagan er auglýst frá 17. maí til og með 28. júní 2023.

Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 28. júní 2023.