Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir sem keppir fyrir Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar hefur verið valin í að keppa fyrir Íslands hönd í U-19 landsliðinu í Badminton, en liðið keppir á Heimsmeistaramóti unglinga á Spáni dagana 17.-30. október næstkomandi.
Mótið hefst á liðakeppni og er Ísland í riðli með afar sterkum þjóðum eins og Kína, Indlandi, Ástralíu og Slóveníu. Það verður því skemmtileg áskorun fyrir íslensku leikmennina að fá að spreyta sig á móti þeim bestu í heiminum.
Einstaklingskeppnin hefst 24. október.