Hraðbanki Arion banka á Ólafsfirði er bilaður og er verið að vinna í því að laga hann eins og fljótt og auðið er. Hraðbankinn er við Aðalgötu 2-4. Næsti hraðbanki er á Siglufirði.
Ástæða bilunarinnar er sú að dyrnar að rýminu, þar sem hraðbankinn er staðsettur, lokast ekki, sem hefur leitt til þess að snjór safnast saman í rýminu og utan á hraðbankanum. Eftir hetjulega baráttu við íslensk veðuröfl játuðu tölvan og prentarinn í hraðbankanum sig sigruð gagnvart kuldanum og gáfu upp öndina.