Hraðamyndavélarnar í Héðinsfjarðargöngum eru nú farnar að vinna eins og til var ætlast og senda nú sektir til þeirra sem aka of hratt. Myndavélarnar voru settar upp s.l. sumar og eru löngu farnar að mynda þá sem aka of hratt en af tæknilegum ástæðum varð bið á því að þær upplýsingar færu til sektarkerfisins. Nú er búið að  koma því í lag og fjöldi bæjarbúa og annarra þeirra sem aka of hratt í göngunum farnir að fá sektarmiða inn um bréfalúguna.

Hámarkshraði í Héðinsfjarðargöngum er 70 km. Fyrir þá sem eru með hraðastilli (Cruise Control) í sínum bílum þá er mjög hentugt að nota hann til að fara ekki yfir leyfilegan hraða.  Þá er rétt að minna á að bannað er að ganga í gegnum Héðinsfjarðargöng og einnig að fara á hestum í gegn. Leyfilegt er að hjóla í gegnum göngin.

Vefmyndavél frá Héðinsfirði.

Texti frá SKSiglo.is