Eigendur nýja hótelsins sem er í byggingu á Siglufirði hafa tryggt sér lénið www.HotelSiglo.is, og verður það að öllum líkindum nafn nýja hótelsins, sem fram að þessu hefur verið kallað Hótel Sunna. Sigló er mjög þekkt orð markaðslega og sterkt vörumerki. Það er því sterkur leikur að nefna hótelið eftir því nafni. Fari hótelið í samstarf við einhverja stærri hótelkeðju, þá myndi væntanlega nýtt nafn bætast fyrir framan Hótel Sigló.

Samkvæmt áætlun þá mun hótelið opna á næsta ári. Nánari upplýsingar má sjá hjá Rauðku.

15103071499_44bc6216c9_k