Um 25 manna hópur Þjóðverja sem er á átta daga hringferð um landið með Fjallasýn Rúnars Óskarssonar stoppaði í Skógræktinni á Siglufirði í dag og fékk sér kaffi og súpu. Leiðsögumaður þeirra er Gunnsteinn Ólafsson sem hefur verið listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðar í mörg ár. Fólkið gisti í Skagafirði í gær og er á leið til Akureyrar og Mývatns. Mjög gott veður var í dag í skógræktinni á Siglufirði.