Fyrirtækið Hoppland hefur fengið samþykkt að settur verði upp dýfingar- og stökkpallur við bryggjuna í Ólafsfirði, helgina 27-28 júlí.
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt erindið en ítrekar að fyllsta öryggis verði gætt við notkun þeirra.
Hoppland hefur boðið uppá þessa afþreyingu víða um landið síðasta sumar. Þetta á vafalaust eftir að vekja lukku hjá ofurhugum í Ólafsfirði í sumar.