Í næstu viku, dagana 10.júní – 16.júní verður lokað veitingahúsinu Höllinni í Ólafsfirði vegna framkvæmda. Til stendur að mála loft og veggi. Þá ætlar Byggingafélagið Berg að Epoxy húða nokkur golf. Einnig verða endurnýjaðir skápar og hillur og fleira. Gestir sumarsins ættu því að vera varir við þessar breytingar í næstu heimsókn.
Þá breyttust opnunartímar staðarins núna 1. júní:
  • 17:00 – 21:00 mánudag – sunnudags.