Hollenski barnabókahöfundurinn Marjolijn Hof vinnur nú að nýrri barnasögu sem fjallar um síldarárin á Siglufirði.
Marjolijn Hof hefur dvalið á Íslandi við skriftir í nokkur skipti síðustu ár. Í fyrrahaust dvaldi hún m.a. á Siglufirði við gerð bókar sinnar um síldarárin á Siglufirði. Hún gisti í Herhúsinu á Siglufirði og skrifaði þar bók sína og aflaði sér heimilda á Síldarminjasafninu.
Hún lýsir dvöl sinni á þann máta að það hafi verið snjókoma, sterkur vindur og brak og brestir hafi verið í húsinu. Hún segir líka að Síldarminjasafnið hafið boðið upp á miklar heimildir og hún hafi fengið að skoða gögn hvenær sem var án eftirlits. Hún nefnir líka að safnið hafi hlotið mörg verðlaun, en hún myndi vilja gefa því ný verðlaun fyrir að bjóða rithöfunda innilega velkomna. Þá segist hún hafa setið við skriftir í gömlum bát á Síldarminjasafninu og það hafi verið fullkominn staður til skrifta.
Marjolijn Hof er fædd í Amsterdam í Hollandi árið 1956.