Hólahátíð verður haldin hátíðleg í Hjaltadal dagana 11.-12. ágúst. Mikið verður um að vera um helgina á Hólum. Hin árlega pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd að Hólum verður farin, Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk heldur tónleika og auk þess verða haldin erindi tengd 100 ára afmæli fullveldis Íslands, ásamt fleiru.

Laugardagurinn 11. ágúst

Pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum.  Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 9:00  og komið heim að Hólum um kl. 16:00.

Kl. 16:00 Endurnýjun skírnarinnar og altarisganga í Hóladómkirkju.

Kl. 17:00 Samkoma í Auðunarstofu:  Hvaða þýðingu hefur fullveldi Íslands fyrir þig?

Kl. 19:00  Kvöldverður Undir Byrðunni.

Sunnudagurinn 12. ágúst

kl. 11:00 Tónleikhúsið: Bréf Halldóru Guðbrandsdóttur-1625- Tvær konur í flutningi ReykjavíkBarokk.

Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.  Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur á Fáskrúðsfirði predikar.  Organisti Jóhann Bjarnason.  Tónlist: ReykjavíkBarokk.

Veislukaffi Undir Byrðunni.

Kl. 16:30

Hátíðasamkoma í Hóladómkirkju.

Ræðumaður Einar Kr. Guðfinnsson  formaður afmælisnefndar Fullveldis islands

Tónlist: ReykjavíkBarokk.