Hólahátíð er hafin og lýkur henni á morgun sunnudag.
Dagskráin í dag er eftirfarandi:
  • Kl. 10:00 Pílagrímaganga frá Gröf heim að Hólum með biblíulestrum. Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 10:00 og tekur gangan um sex tíma. Helgistund við heimkomu í Hóladómkirkju.
  •  kl 13.00  Ganga yfir Hrísháls í fylgd Önnu Þóru Jónsdóttur frá Vatnsleysu.  Gengið inn í söguna.  Lagt af stað frá Enni kl. 13:00 og tekur gangan 3-4 tíma heim að Hólum.
  •  Á veginum verða hin ýmsu óvæntu fyrirbæri og ævintýraverur úr raunveruleika fyrri tima.
  •  Sundlaugin á Hólum opin kl. 14:00-18:00
  •  Kl. 17:00 Dagskrá fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra í Hóladómkirkju í umsjá Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur.
  •  Kl. 18:00 Kvöldverður.  Hlaðborð með gómsætum Biblíumat Undir Byrðunni.  Uppskriftirnar eru úr bók sr. Svavars Jónssonar.
15.08.2015 – 10:00