Starfshópur um ferðaþjónustu á Skagaströnd hefur kannað möguleika á hótelbyggingu og rekstri á Skagaströnd. Lagt hefur verið til að stofnað verði hlutafélag um byggingu hótels á Skagaströnd sem gæti verið 15-20 herbergja hótel. Einnig er til skoðunar hvort hægkvæmt sé að breyta eldri húsum á staðnum í hótel og hefur Hafnarhúsið og frystihús verið nefnd til sögunnar. Sveitarfélagið mun leggja til 5 milljónir króna hlutafé í nýtt hlutafélag um byggingu hótels.
Hlutverk stjórnar hlutafélagsins verður í fyrstu að leita nýrra hluthafa og vinna að fjármögnun á byggingu og rekstri hótels á Skagaströnd.