Nú geta aðdáendur strákanna í Fjallabyggð sem halda úti hlaðvarpinu Á tæpasta vaði hlustað á nýjasta þáttinn á Spotify. Út er kominn 8. þáttur og er hann fín hlustun í rúmlega klukkutíma.

Rætt var um brúðkaup rakarans á Siglufirði sem kvæntist stórglæsilegri konu sinni nú um helgina. Til hamingju Hrólfur og frú! Þá var farið stuttlega yfir úrslit helgarinnar í enska boltanum. Rætt var um nýju verslunina sem opnaði fyrir nokkrum dögum í Ólafsfirði. Rætt var um nýju Bónerþjónustuna hjá Jóni Karli, sem tekur að sér að þrífa alla óhreina bíla gegn vægu gjaldi. Þá var rætt um “lífstílinn”.

Farið var vel yfir gang mála í Grindavík sem tók stærstan hluta þáttarins. Strákarnir vonast eftir menningarstyrk úr Fjallabyggð, enda miklir listamenn að halda úti þessum menningarlega þætti.

Þættirnir eru vanalega teknir upp á sunnudögum, svo hlustendur hafa yfirleitt ferskan þátt á mánudagsmorgni.  Þeir hafa einnig lofað að fá einhverja góða bráðlega í viðtal og einnig að gefa út sérstaka jólaþætti.

Flott framtak í menninguna í Fjallabyggð.

Hlustið á alla þættina hérna.