Bólusetningar í fyrstu lotu hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands klárast í dag. Allt hefur gengið vel og eru stjórnendur HSN ánægðir með ganga mála hjá sínum starfsmönnum. Gott samstarf hefur verið við hjúkrunarheimilin, viðbragðsaðila og fleiri sem komu að verkefninu.
Bóluefnin voru komin í hádeginu til Dalvíkurbyggðar í gær.
Á Dalvík þá var hjúkrunarfræðingurinn Anna Kristín sú fyrsta sem fékk bólusetningu gegn covid.