Fermingarhópurinn frá 1963 frá Ólafsfirði hittust í lok maí mánaðar til að halda uppá fermingarafmælið frá Ólafsfjarðarkirkju. Alls voru það 26 börn sem voru fermd frá Ólafsfirði vorið 1963 og mættu 15 af þeim til að hittast ásamt nokkrum mökum. Þrír eru látnir úr fermingarhópnum. Presturinn sem fermdi hópinn á sínum tíma var sr. Kristján Búason.
Hópurinn átti frábæra helgi í Ólafsfirði og skoðuðu grunnskólann, Pálshús og kirkjuna. Þá voru lögð blóm á leiði látinna úr fermingarhópnum.
Það hefur verið til siðs í Fjallabyggð að halda uppá fermingarafmælin og er það til fyrirmyndar.
Ljósmyndir birtar með leyfi Bergþóru Þorsteinsdóttur.