Í næstu viku ætlar Markaðsstofa Ólafsfjarðar að hittast á Kaffi Klöru í Ólafsfirði og ræða hvað er á dagskrá hjá Markaðsstofunni í sumar og næsta vetur. Rætt verður um hver er framtíðarsýnin í Ólafsfirði, hvaða áskoranir eru framundan og hvaða verkefni þarf að vinna að á næstunni.

Farið verður yfir hvað MÓ hefur verið að gera á síðastliðnu ári og leiðinni verður haldinn stuttur aðalfundur félagsins.

Öllum er boðið í spjall, kaffi og með því á Kaffi Klöru, miðvikudaginn 6. júlí kl. 17:30.