Töluverðar hitasveiflur hafa verið í Héðinsfirði síðustu daga. Síðustu nótt, rétt um klukkan 03 mældist hitinn yfir 17 ° á sjálfvirkri veðurstöð Vegagerðarinnar sem staðsett er í Héðinsfirði. Um klukkan 06 var hitinn dottinn niður í 10° en rauk aftur upp í u.þ.b. 14° klukkan 08. Hitinn hefur svo lækkað eftir því sem dagurinn leið og er nú undir 8° sem þykir ekki slæmt á þessum árstíma. Þess má geta að hitinn á Siglufjarðarvegi s.l. nótt fór upp í 16° en hafði verið í kringum 7° gráður á mánudaginn.