Ketilásvinir athugið!!

Hljómsveitin Blek og byttur hefur tekið að sér að skemmta okkur á hippaballinu í sumar þann 27. júlí. Það verður með svipuðu sniði og áður og ekkert slegið af í hippatónlistinni. Takið þessa helgi frá fyrir elskulegheit í Fljótunum þar sem kvöldsólin yljar okkur á túninu. Drögum fram hippadressin og dönsum út í eitt. Meiri upplýsingar síðar á Ketilássíðunni.

Nefndin: Magga og Ippa Trausta, Gugga Benjamíns, Bjarni Grétar Magnússon og Hulda Friðgeirs.

Hressir Ólafsfirðingar á síðasta Hippaballi.

dsc05730_1110294

Innsent efni.