Hið Norðlenzka styrjufélag sem starfar í Ólafsfirði hefur fengið úthlutaðan styrk að upphæð 8,2 milljónir úr Lóunni, sem eru styrkir til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni.

Lýsing:

Hið Norðlenzka Styrjufélag var stofnað með það að markmiði að framleiða hágæða styrjukavíar á sjálfbæran og umhverfisvænan máta úr einni verðmætustu fisktegund heims. Verkefnið snýr að hámörkun gæða styrjukavíars unnum úr hrygnum úr sjálfbæru “no-kill” fiskeldi.

Heiti verkefnis: Styrjukavíar

 Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega horft til verkefna sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.