Þriðja umferð Íslandsmótsins í Snocrossi verður haldin Ólafsfirði laugardaginn 8. mars. Til stóð að halda þetta mót á Mývatni en staðsetningu var breytt. Keppni hefst klukkan 11:00 og úrslitaumferð verður klukkan 15:00.
Keppt verður í miðbæ Ólafsfjarðar í 7 flokkum. Bjarki Sigurðsson er viðburðarstjóri mótsins. Fjórir frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar hafa skráð sig til leiks. Önnur umferð Íslandsmótsins var einnig haldin Ólafsfirði.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- 35+
- Byrjendaflokkur
- Kvennaflokkur
- Pro
- Sport
- Unglingaflokkur
- Unglingaflokkur kvenna
Þeir sem skráðir eru núna 5. mars eru:
Nafn | Félag | Flokkur |
---|---|---|
Árni Helgason | VÓ | Unglingaflokkur |
Daniel Orri Sigurðarson | KKA | Unglingaflokkur |
Finnur Snær Víðisson | KKA | Unglingaflokkur |
Guðmundur Þormar Þórsson | KKA | Unglingaflokkur |
Gylfi þór bjarnason | MG | Unglingaflokkur |
Mikael Ingi Jónsson | VÓ | Unglingaflokkur |
Skírnir Daði Arnarsson | KKA | Sport |
Tómas Karl Sigurðarson | KKA | Sport |
Tristan Árni Eiriksson | KKA | Sport |
Kristófer Daníelsson | KKA | Pro |
Sigurður Bjarnason | VÓ | Pro |
Adam pétursson | KKA | Byrjendaflokkur |
Jóhann Tryggvi Unnsteinsson | BA | Byrjendaflokkur |
Margrét Dana Þórsdóttir | KKA | Kvennaflokkur |
Ingibjörg Bjarnadóttir | VÓ | Unglingaflokkur kvenna |
Lilja Eyfjörð Jakobsdóttir | KKA | Unglingaflokkur kvenna |