Þriðja umferð Íslandsmótsins í Snocrossi verður haldin Ólafsfirði laugardaginn 8. mars. Til stóð að halda þetta mót á Mývatni en staðsetningu var breytt. Keppni hefst klukkan 11:00 og úrslitaumferð verður klukkan 15:00.

Keppt verður í miðbæ Ólafsfjarðar í 7 flokkum. Bjarki Sigurðsson er viðburðarstjóri mótsins. Fjórir frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar hafa skráð sig til leiks.  Önnur umferð Íslandsmótsins var einnig haldin Ólafsfirði.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • 35+
  • Byrjendaflokkur
  • Kvennaflokkur
  • Pro
  • Sport
  • Unglingaflokkur
  • Unglingaflokkur kvenna

Þeir sem skráðir eru núna 5. mars eru:

Nafn Félag Flokkur
Árni Helgason Unglingaflokkur
Daniel Orri Sigurðarson KKA Unglingaflokkur
Finnur Snær Víðisson KKA Unglingaflokkur
Guðmundur Þormar Þórsson KKA Unglingaflokkur
Gylfi þór bjarnason MG Unglingaflokkur
Mikael Ingi Jónsson Unglingaflokkur
Skírnir Daði Arnarsson KKA Sport
Tómas Karl Sigurðarson KKA Sport
Tristan Árni Eiriksson KKA Sport
Kristófer Daníelsson KKA Pro
Sigurður Bjarnason Pro
Adam pétursson KKA Byrjendaflokkur
Jóhann Tryggvi Unnsteinsson BA Byrjendaflokkur
Margrét Dana Þórsdóttir KKA Kvennaflokkur
Ingibjörg Bjarnadóttir Unglingaflokkur kvenna
Lilja Eyfjörð Jakobsdóttir KKA Unglingaflokkur kvenna