Fjallabyggð hefur fengið umsókn um lóðina að Lækjargötu 5 á Siglufirði, en lóðin gengur öllu jafnan undir nafninu Blöndalslóðin. Í dag er þar ærslabelgur en svæðið er gjarnan notað þegar hátíðir eru haldnar á sumrin undir leiktæki og fleira.
Herhúsfélagið hefur sótt um þessa lóð og hefur Fjallabyggð tekið jákvætt í erindið, en jafnframt bent á að lóðin sé ekki skipulögð sem lóð.
Bæjarráð Fjallabyggðar vill láta gera tillögu að aðgerðaáætlun og kostnaðarmati við breytingu lóðarinnar fyrir úthlutun og færslu á ærslabelg á annan stað í miðbæ Siglufjarðar.
Lóðin er mjög vel staðsett og eflaust einhverjir fleiri aðilar sem vildu fá þennan byggingarreit ef hann væri boðinn formlega út.