Það var líf og fjör á héraðsmóti Blakfélags Fjallabyggðar sem haldið var um síðastliðna helgi. Alls voru um 60 þátttakendur frá BF, KA og Völsungi sem spiluð blak í Fjallabyggð. Alls eru sex hérðsmót haldin fyrir aldursflokka U12 og U14.

Spilað var í flokkum  U12 og U14.

Auk nokkurra héraðsmóta í þessum flokkum þá er einnig haldið Íslandsmót.

U12 flokkurinn eru börn í 5.-6. bekk grunnskóla. Spilað í 3ja manna blaki á badmintonvelli og er nethæð 210 cm.

U14 flokkurinn eru börn í 7.-8. bekk grunnskóla. Spilað er 6 manna blak, nethæð er 220 hjá drengjum og 215 hjá stúlkum.