Helstu tölur úr fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2012 hafa verið samþykktar í bæjarráði Fjallabyggðar.

Skatttekjur:

Jöfnunarsjóður lækkar í heild á milli ára, en gert er ráð fyrir að hann verði 247 m.kr.

Heildartekjur Fjallabyggðar verða 1.672 m.kr. á árinu 2012.

Félagsþjónusta:

Heildarútgjöld verða um 96.9 m.kr., en voru á árinu 2011, 98.1 m.kr.

Heilbrigðismál:

Heildarútgjöld verða um 5.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 5.2 m.kr.

Fræðslumál:

Heildarútgjöld verða um 545,7 m.kr., en voru á árinu 2011, 541.1 m.kr.

Menningarmál:

Heildarútgjöld verða um 58.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 56.1 m.kr.

Æskulýðs- og íþróttamál:

Heildarútgjöld verða um 211.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 214.1 m.kr.

Brunamál og almannavarnir:

Heildarútgjöld verða um 34.4 m.kr. en voru á árinu 2011, 32.9 m.kr.

Hreinlætismál:

Heildarútgjöld verða um 15.4 m.kr.,  en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

Skipulags- og byggingarmál:

Heildarútgjöld verða um 39.3 m.kr. en voru á árinu 2011, 48.2 m.kr.

Umferðar- og samgöngumál:

Heildarútgjöld verða um 86.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 84.9 m.kr.

Umhverfismál:

Heildarútgjöld verða um 41.7 m.kr., en voru á árinu 2011, 37.3 m.kr.

Atvinnumál:

Heildarútgjöld verða um 13.4 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.6 m.kr.

Fjármagnsliðir:

Heildarfjármögnunargjöld verða um 149.5 m.kr., en voru á árinu 2011, 164.2 m.kr.
Lækkun á milli ára skýrist af lægri vöxtum og niðurgreiðslu lána.

Eignasjóður:

Rekstrarniðurstaða verður um 24.1 m.kr. í tekjur umfram gjöld, en voru á árinu 2011, 15.7 m.kr.

Hafnarsjóður:

Rekstrarniðurstaða verður jákvæð um 7.7 m.kr., en var á árinu 2011 jákvæð um 8.6 m.kr.

Íbúðasjóður:

Heildarútgjöld verða um 12.2 m.kr., en voru á árinu 2011, 12.8 m.kr.

Veitustofnun:

Heildarútgjöld verða um 31.6 m.kr., en voru á árinu 2011, 40.2 m.kr.

Í tillögu að fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir heildartekjum  að upphæð 1672 milljónir.
Gjöld eru áætluð 1601 milljón, fjármagnsliðir 61 milljón og rekstrarniðurstaða 10 milljónir í tekjur umfram gjöld.