Allt stefndi í met viku í greftri í Vaðlaheiðargöngum í síðustu viku en þá var farið í vatnsæð sem streymir á hraðanum 250-300 l/s með um 46°C heitu vatni.
Göngin lengdust samt sem áður um 87,5 m síðustu viku, heildarlengd 1.863,5 m sem er 26% af heildarlengd. Vegna mikils hita brugðu starfsmenn á það ráð að sprauta köldu vatni frá borörmum yfir starfsmenn sem unnu úr körfu.

img_1869Ljósmynd: Oddur Sigurðsson, www.vadlaheidi.is