Vefurinn Héðinsfjörður.is opnaði í byrjun aprílmánaðar 2011 og er því þriggja ára um þessar mundir. Lénið sjálft og hugmyndin að vefinum er frá september árið 2010. Á þeim tíma fannst mér vanta ferðavef á þessu svæði þar sem væru góðar upplýsingar fyrir ferðamenn varðandi gistingu, gönguleiðir, þjónustuupplýsingar, vefmyndavélar, tengla og aðrar tilkynningar. Í dag er vefurinn með virka fréttaþjónustu og reynir að birta fréttir við allra hæfi með fókus á fréttir úr Fjallabyggð.

Vefurinn hefur fengið 106.000 heimsóknir á þessum tíma og flettingar hafa verið yfir 267.000 og tæplega 95% heimsókna koma frá Íslandi.  Rúmar 37000 heimsóknir hafa komið frá Google.com, en vefurinn er mjög sýnilegur þar, þá hafa tæplega 22000 heimsóknir komið frá Siglfirðingur.is, en vefurinn hefur átt gott samstarf við hann frá upphafi. Vinsælustu tenglarnir eru vefmyndavélarnar, en vinsælasti tengillinn af gistimöguleikum er orlofshus.123.is, Orlofhúsin á Þverá í Ólafsfirði með yfir 600 heimsóknir frá vefinum. Í næsta sæti er Gistihúsið á Hvanneyri með tæplega 450 heimsóknir frá vefinum. Tæplega 10% notenda sækja vefinn á farsíma eða spjaldtölvu. Miklar þakkir líka til Steingríms Kristinssonar sem hefur leyft mér að birta ljósmyndir sínar hérna á síðunni.

Síðastliðin 10 ár hef ég eytt einhverjum hluta af sumarfríinu á Siglufirði, og er svo heppinn að eiga Siglfirðinga sem tengdaforeldra og góða vini sem eru uppaldir Siglfirðingar.

Þakka kærlega fyrir góðar móttökur og undirtektir.

Magnús Rúnar Magnússon, eigandi Héðinsfjörður.is

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldan við Leyningsfoss á Siglufirði í skógræktinni.