Næstkomandi föstudag, 28. september, fer haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra og skólastjórafélags sama svæðis fram á Sauðárkróki. Kennarar og stjórnendur í Grunnskóla Fjallabyggðar ákváðu á sínum tíma að tengjast frekar í vestur en austur og sækja því haustþing þessa félagsskapar.
Á haustþingum er boðið upp á ýmsa fyrirlestra og málstofur auk þess sem skólarnir sjálfir kynna spennandi verkefni eða nýjungar sem þeir hafa tekið upp. Þessi fræðsla er hluti af símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar því kennurum er það nauðsynlegt að fylgjast með því nýjasta í skólamálum og kennslu auk þess að kynnast því sem kennarar í nágrannaskólum eru að gera.
Þennan dag er frí hjá nemendum í Grunnskóla Fjallabyggðar og Leikskólum Fjallabyggðar vegna námskeiðisdags starfsmanna.
Heimild: fjallaskolar.is