Að venju verður sýning á verkum nemenda Menntaskólans í Tröllaskaga í lok annarinnar. Sýningin verður haldin föstudaginn 8. desember og stendur frá kl. 16.00 – 21.00. Milli 16.00 og 18.00 verða skemmtilegar vinnustofur og jólaföndur fyrir börn auk þess sem veitingar verða í boði.

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk jafnt staðnema sem fjarnema, ljósmyndir og málverk nemanda af listabraut sem og skapandi verkefni nemanda af öðrum brautum.

Frá þessu var greint á vef mtr.is