Nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga hefja nám samkvæmt stundatöflu, mánudaginn 19. ágúst. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að skólinn sé fullur og ekki sé hægt að taka við fleiri nemum á þessari önn, en innritun á vorönn hefst 1. nóvember.