Fjallabyggð hefur tilkynnt að hátíðarhöldin sem áttu að vera í Ólafsfirði, laugardaginn 30. nóvember hafa verið færð til sunnudags. Ljósin verða því tendruð á jólatránum í Fjallabyggð, sunnudaginn 1. desember.
Í Ólafsfirði hefst viðburðurinn kl. 14:00 með hátíðarávarpi Öldu Traustadóttur. Börn úr Leikskóla Fjallabyggðar syngja jólalög. Jólasveinar kíkja í heimsókn.
Á Siglufirði kl.17:00 flytur Daníel Pétur Baldursson hátíðarávarp. Leikskólabörn syngja jólalög og jólasveinar kíkja í heimsókn.