Háskólalestin – Háskóli unga fólksins

Háskólalestin fer um landið í maímánuði og stoppar í Fjallabyggð dagana 11-12 maí 2012. Haldin námskeið í samstarfi við grunnskóla, sveitarfélög, Rannsóknasetur HÍ og fleiri.

Í lestinni verða valin námskeið úr HUF, sem eru ætluð börnum frá 12 – 16 ára. Auk námskeiða fyrir unga fólkið verður fjölþætt dagskrá fyrir alla aldurshópa á hverjum stað, sannkölluð Vísindaveisla.

Stjörnufræði, hagnýt menningarmiðlun, frumkvöðlafræði, japanska og kynjafræði eru aðeins brot af þeim ótalmörgu námskeiðum sem í boði verða. Fræðimenn og framhaldsnemar við Háskólann hafa umsjón með flestum námskeiðunum.

Dagskrá Háskólalestar á Siglufirði og Ólafsfirði 11. – 12. maí

  • Nemendur sækja HUF námskeið föstudaginn 11. maí.
  • Vísindaveisla í félagsheimilinu í Ólafsfirði laugardaginn 12. maí.

Nánari kynningar, skráning og verðskrá er að finna á heimasíðu Háskóla unga fólksins.