Í morgun kl. 10:16 var tilkynnt um harðan árekstur á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið en vantar sárlega að heyra í vitnum, sem kunna að hafa séð aðdraganda óhappsins. Vitni eru beðin að hringja á skrifstofutíma í s: 444-2800.