Um síðustu helgi opnaði Berg í jólabúningi en þá var opnuð jólasýning í sal og anddyri hússins. Einnig var handverksmarkaður í anddyrinu á sunnudeginum og lögðu fjölmargir leið sína þangað.

3. og 4. desember verður líka margt um að vera í Bergi menningarhúsi. Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar heldur árlega jólatónleika sína laugardag og sunnudag kl. 13:00, 14:00 og 15:00. Þar koma fram nemendur tónlistarskólans og sýna okkur afrakstur æfinga haustsins. Nemendur skólans eru í kringum 100 og læra þeir á ýmis hljóðfæri, fiðlu, gítar, harmonikku. Einnig er kenndur söngur við skólann en söngnemendur Margotar koma fram á sunnudeginum kl. 15:00. Þá spilar hljómsveit skólans, kórinn syngur og fleira. Á sama tíma verður handverksmarkaður í anddyri Bergs og verður hann opinn laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-17:00. Kaffihúsið verður að sjálfsögðu opið líka og ýmislegt góðgæti að finna þar.