Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla
verður haldin í 19. sinn dagana
5.-8.ágúst 2011.
Opið 12-19, föstudag til mánudags.
Aðgangseyrir er 1.000.- kr
fyrir 16 ára og eldri.
Frítt fyrir börn.
500.- fyrir eldri borgara og öryrkja gegn framvísun skírteinis.
Armböndin gilda alla helgina.
Innandyra má sjá og versla fatnað, fylgihluti, keramik, list, snyrtivörur, textílvörur, skart ofl. úr íslenskum hráefnum svo sem hrauni, ull, roði, lambskinni, hreindýraskinni og vestfirsku klóþangi. Ekki má gleyma góðgætinu úr íslensku náttúrunni sem til sölu veður á útisvæðinu.
Ýmsar uppákomur verða á útisvæðinu. Tískusýningar verða alla dagana. Svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi – Norðurhundar verða með kynning á ýmsum hundategunum, hlutverki þeirra og ræktun. Gestum sýningarinnar gefst tækifæri á að kynnast hundunum og starfi félagsins.
Félag ungra bænda á Norðurlandi verður einnig með uppákomur. Má þar nefna rúning, kálfasýningu, ungbændakeppni og traktoraþraut.
Sjá nánar á www.handverkshatid.is