Handverkshátíð í Eyjafirði verður sett fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Sýningin hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og eru gestir kvattir til að kvitta fyrir heimsókn sína.

Sýningin verður fjölbreytt líkt og undanfarin ár. 91 sýnandi af öllu landinu selur skart, fatnað, fylgihluti, textíl, keramik og gler og á útisvæðinu er stórt tjald og skálar með íslenskum matvælum. Félag ungra bænda á Norðurlandi býður upp á húsdýrasýningu auk skemmtilegra viðburða, Búsaga sýnir gamlar vélar og þjóðháttafélagið Handraðinn setur upp miðaldabúðir. Veitingasala, handverksmarkaður og lifandi tónlist alla dagana.

Uppskeruhátíðin fer fram á laugardagskvöldinu. Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu og meðal þeirra sem fram koma eru Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit, Álftagerðisbræður og prestatríó skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon kemur sérstaklega saman fyrir þetta kvöld og slær á létta strengi. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og búa aðstandendur hátíðarinnar sig undir að taka á móti 15-20.000 gestum.

Dagskra2014