Um tíu leytið í gærkvöldi var einn ökumaður handtekinn á Akureyri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn er einnig sviptur ökuréttindum.
Farþegi í bifreiðinni var einnig handtekinn, grunaður um vörslu fíkniefna auk brots á vopnalögum en við leit á honum fundust fíkniefni auk tveggja vopna.
Mennirnir voru leystir úr haldi að skýrslutöku lokinni.