Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði var lokað í dag vegna vinnu við hina nýju Hálslyftu en hún verður tekin í notkun sunnudaginn 9. desember kl. 13:00. Þann dag verður lyftan vígð. Allt gekk vel í dag og verða höld sett á lyftuna á morgun og allt verður klárt fyrir sunnudaginn 9. desember. Þeir sem komu að byggingu þessarar lyftu eru: Berg byggingarverktakar, Raffó rafverktakar, JE vélaverkstæði, Bás vinnuvélaverktökum, Rauðkumönnum og starfsmönnum skíðasvæðisins en með samstilltu átaki allra þessara aðila er þetta orðið að veruleika.
Ný lyfta, nýtt þjónustuhús á Búngusvæði, bætt og betri lýsing og brekkur lagfærðar. Það eru bjartir tímar framundan á skíðasvæðinu Skarðsdal.
Svæðið opnar á morgun laugardaginn 8. desember kl. 11.