Knattspyrnudeild KA hefur samið við Hallgrím Jónasson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu þrú árin af Arnari Grétarssyni. Hallgrímur hefur verið leikmaður KA frá árinu 2018 og aðstoðarþjálfari liðsins frá 2020. Mun hann taka við stjórn liðsins um komandi mánaðarmót og stýra liðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins en liðið er nú í harðri baráttu um Evrópusæti á næsta ári.

Hallgrímur á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður bæði hérlendis sem og erlendis. Þá hefur Hallgrímur leikið 16 leiki fyrir A-landslið Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Hann kom til KA frá Lyngby BK árið 2018 og hefur átt mikinn þátt þeirri í uppbyggingu sem hefur átt sér stað á knattspyrnustarfi KA á undanförnum árum.

Frá þessu var greint á vef ka.is.