Halldór Ingvar Guðmundsson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.
Halldór er þrítugur og er fæddur og uppalinn í Ólafsfirði. Halldór er uppalinn leikmaður KF og stóð vaktina í markinu. Hann lék sína síðustu leiki fyrir félagið árið 2021.
Hann er einnig leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins og tekur hann nú við þjálfun liðsins.
Halldór er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun í meistaraflokki og stjórn KF er stolt að geta gefið honum sitt fyrsta tækifæri. Hann var þó settur þjálfari í þremur deildarleikjum í ágústmánuði 2016, liðið vann þá einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði einum.
Félagið er spennt fyrir komandi tímum með Halldór við stjórn.
Það á enn eftir að ráða aðstoðarþjálfara liðsins en sú vinna fer nú í gang að finna réttan aðila í verkefnið