Vegagerðin greinir frá því nú undir kvöld 1.nóvember að færðin víða á Norðurlandi sé víða erfið og Siglufjarðarvegur er þar engin undantekning. Þá er ófært um Lágheiðina.
Á Norðvesturlandi er snjóþekja, hálkublettir og éljagangur á Vatnsskarði og snjóþekja, hálka og éljagangur í Langadal og á Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er á Þverárfjalli.
Á Norðausturlandi er hálka á Öxnadalsheiði, snjóþekja og skafrenningur á Víkurskarði. Snjóþekja er á Mývatnsheiði og í kringum Mývatn. Snjóþekja er á Hólasandi og Mývatnsöræfum.
Hitinn í Héðinsfirði fór undir -0 ° gráðurnar í dag kl. 15 og nánast sömu hitatölur voru á Siglufjarðarvegi á sama tíma. Mun kaldara er t.d. á Þverárfjalli, en nú kl. 18 var -9 gráður þar.
Kíkið einnig á allar vefmyndavélaranar sem eru hér á síðunni einnig eru veðurkort beintengd veðurstofunni.