Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi en skafrenningur er á Öxnadalsheiði, í Fljótum og í Hrútafirði. Það spáir versnandi veðri með kvöldinu og má búast við að víða verði vegir ófærir eftir að þjónustu líkur. Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi og appelsínugul á Austurlandi.

Veðurspá í dag:

Norðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Búast má við lélegum aksturskilyrðum og færð getur spillst.