Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru víða á vegum landsins. Vegfarendur eru hvattir til að vera búnir eftir aðstæðum og aka með gát.

Hálka er frá Sauðárkróki til Siglufjarðar og hálkublettir eru frá Ólafsfirði til Akureyrar. Hálkublettir eru frá Blönduósi til Varmahlíðar og hálka er á Öxnadalsheiði.