Hákon Leó Hilmarsson hefur gert félagskipti úr Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar og til Oxie Sportklubb í Svíþjóð. Liðið er áhugamannalið sem leikur í 6. deildinni. Íslenski bakvörðurinn úr Fjallabyggð er kominn með leikheimild með liðinu en fyrsta umferðin í deildarkeppninni er að hefjast þar úti. Félagið sjálft er frekar nýtt, en það er stofnað árið 2013.

Liðið leikur á föstudaginn gegn FC Möjligheten, og sendum við Hákoni baráttukveðjur.

Hákon vinnur þar að auki hjá St. Jakobs bakaríi í Malmö eftir að hafa sagt skilið við Aðalbakarí á Siglufirði eftir marga ára starf þar með Jakobi bakara.

Já, allt fyrir ástina segir Hákon bakari, sem er fluttur frá Ólafsfirði til Svíþjóðar með ástinni.